fimmtudagur, 14. janúar 2010

tollurinn ~~~ the custom

Í dag fékk ég tilkynningu um að ég ætti bréfapóst sem ég þyrfti að sækja í pósthúsið. Mikið glöð hélt ég af stað að sækja sendinguna sem ég var búin að vera að bíða eftir frá USA. Á pósthúsinu var mér rétt umslag vafið í plast en vegna míns ástands gat ég ekkert verið að fárast yfir því þarna á staðnum og hélt því heim á leið til að opna. Þegar heim var komið var greinilegt að eitthvað þótti tollinum þetta forvitnilegt og hafði rifið upp umbúðirnar, bæði ytri og innri og innhaldið var í einum haug sem áður hafði verið haganlega fyrir komið til það fengi sem besta meðferð og kæmist óskemmt til skila. ~~~~~~ Had today notice from the postoffice that I should get my mail. Very happy about that I got over there to receive it all messed up and in rather bad condition.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli